fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. ágúst 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir eitt hundrað gestir Izan Cavanna-hótelsins í La Manga, skammt suður af Torrevieja á Spáni, glíma við uppköst, niðurgang og hita. Grunur leikur á að fólkið hafi smitast af salmonellu út frá menguðum matvælum á hótelinu.

Breska blaðið Mirror greinir frá þessu og segir að í hópi smitaðra séu sjö börn, þar af eitt fimmtán mánaða, og kona sem komin er átta mánuði á leið.

Bera fór á veikindunum aðfaranótt sunnudags og voru 20 fluttir á sjúkrahús í gærmorgun. Fleiri tilfelli komu upp þegar líða fór á gærdaginn og eru nú rúmlega hundrað gestir, af um átta hundruð, veikir.

Grunur leikur á að smitið megi annað hvort rekja til pasta-eða fiskréttar sem voru á boðstólnum á hótelinu á laugardagskvöld. Sýni hafa verið tekin úr eldhúsi hótelsins og er það lokað meðan að rannsókn stendur yfir.

Á vef Heilsuveru kemur fram að salmonella sé baktería með yfir 2.000 afbrigði en tvö þeirra, S. Enterititis og S. Typhimurium séu algengustu afbrigði sýkingarinnar. Einkenni eru meðal annars hiti, kviðverkir, niðurgangur og ógleði eða uppköst. Einkenni ganga yfirleitt yfir á 4-5 dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð