fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Klóra sér í kollinum yfir draugahúsi konungsfjölskyldunnar í Kúveit á Arnarnesi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. ágúst 2025 08:47

Hús konungsfjölskyldumeðlima við Mávanes

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúm fimm ár eru síðan að sex meðlimir konungsfjölskyldu Kúveit keyptu glæsilegt einbýlishús á Arnarnesi. Síðan þá hafa framkvæmdir staðið yfir með hléum og hefur allt húsið verið tekið rækilega í gegn.

En það hefur vakið talsverða undrun og forvitni nágranna að aldrei hefur nokkur maður sést dvelja í húsinu á þessum fimm árum og garður þess er kominn í mikla órækt. Til hvers var húsið eiginlega keypt ef enginn ætlar að nota það, spyrja nágrannar sig.

Sex meðlimir Al-Sabah fjölskyldunnar skráðir eigendur

Kaupin gengu í gegn þann 1. janúar 2020 og fór afsalið fram sex mánuðum síðar. Kaupverð liggur ekki fyrir en ásett verð á sínum var 128 milljónir.

Í fasteignaauglýsingunni á sínum tíma kom fram að húsið hefði fengið gott viðhald og verið endurnýjað að hluta.

Alls voru það sex meðlimir Al-Sabah konungsfjölskyldunnar sem keyptu húsið og var hver þeirra skráður fyrir rúmlega 16% hlut í húsinu. Sú elsta, Shaika Sabah S. Al-Sabah, fædd árið 1950 en sá yngsti, Mubarak Sabah S. N. Al-Sabah, fæddur árið 1995. Að öllum líkindum er um að ræða móður og fimm börn hennar en ættartré Al-Sabah fjölskyldunnar er svo flókið að það hefur ekki fengið staðfest.

Samkvæmt þinglýstum gögnum var það lögmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson sem sá um að kaupin gengu snuðrulaust fyrir sig og fékk hann umboð frá fjölskyldumeðlimum til þess að ganga frá þeim. Þurfti að sækja um sérstakt leyfi frá ráðuneyti enda allir sex kaupendurnir ríkisborgarar Kúveit.

Hér má sjá mynd af húsinu úr fasteignaauglýsingu Remax árið 2020

Hafa stjórnað Kúveit í tæp 275 ár

Al-Sabah fjölskyldan hefur verið við völd í Kúveit frá árinu 1752. Nú um stundir ríkir sautjándi emírinn af Al-Sabah-ættinni yfir olíuríkinu auðuga en það er hinn 85 ára gamli Mishal Al-Ahmad Al-Jaber Al-Sabah sem tók við völdum árið 2023, þá elsti krónprins heims.

Ættin hefur fengið sinn skerf af gagnrýni og er sögð halda á öllum þráðum valdsins innan Persaflóaríkisins. Þó er ekki endilega fullkomin eining innan fjölskyldunnar, skemmst er að minnast þess að árið 1896 lét Mubarak, sem síðar fékk viðurnefnið hinn mikli, drepa bróður sinn Muhammad, til þess að ná völdum í ríkinu. Var það víst gæfuspor samkvæmt sagnfræðingum.

Nær okkar tíma má svo nefna mikið hneykslismál árið 2013 þar sem umdeildur stjórnmálamaður, Ahmad Al-Fahad Al-Ahmed Al-Sabah sakaði frænda sinn, Nasser Al-Mohammed Al-Sabah, um að vera að undirbúa valdaránstilraun og hann hefði fyrir því sannanir.

Upphófst sannkallaður sirkus sem stóð yfir í rúman áratug og endaði loks með því að Ahmad játaði og baðst afsökunar á því að hafa logið upp á frænda sinn. Málið teygði anga sína til Sviss, þar sem gögnin áttu að hafa verið fölsuð, og endaði með því að Ahmad var þar dæmdur í 30 mánaða fangelsi árið 2024.

Það er því síður en svo 100% eining innan Al-Sabah fjölskyldunnar en ættartréið er afar víðfemt og flókið. Ekki hefur því tekist að staðsetja fasteignaeigendurna á Arnarnesinu á þeirri ógnarstóru plöntu.

En eitt er ljóst, meðlimir Al-Sabah fjölskyldunnar eru vellauðugir.

Endurnýjað með miklum tilkostnaði – garðinum ekki sinnt

En aftur að Arnarnesinu. Frá því að kaup Al-Sabah fjölskyldunnar gengu í gegn hafa talsverðar framkvæmdir, þó með hléum, staðið yfir á húsinu. Það hefur allt meira og minna verið endurnýjað og ekkert til sparað í þeim efnum. Þannig var til að mynda lóðin öll grafin upp, drenað og pallur byggður.

Eftir fimm ára framkvæmdir er húsið orðið glæsilegt að innan en það sama verður ekki sagt um ástandið utandyra

Það hefur því vakið nokkra undrun nágranna að síðan hefur garðurinn fengið litla athygli og er nú í mikilli órækt.

En hvað konungsfjölskyldumeðlimir ætla sér með húsið er enn á huldu enda hefur ekki nokkur maður sést við eða dvalið í húsinu, að því er best er vitað, á þessum fimm árum frá því að það var keypt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein