fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Neysla íslenskra barna á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. ágúst 2025 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neysla barna hér á landi á ávöxtum og grænmeti hefur aukist um 20 tonn.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Latabæ en tilkynningin fer hér á eftir í heild sinni:

Íslenskar fjölskyldur slá í gegn – Neysla barna á ávöxtum og grænmeti aukist um 20 tonn

Eftir ákall frá Embætti landlæknis, þess efnis að íslensk börn borðuðu einna minnst í heiminum af ávöxtum og grænmeti, þá fór Latibær af stað með átak fyrir foreldra og börn til að auka neysluna undir vörumerkinu Íþróttanammi, í samstarfi við Bónus, Hagkaup, Olís og Banana ehf.

Við viljum þakka íslensku þjóðinni, foreldrum og börnum fyrir að svara ákallinu um að auka neyslu á ávöxtum og grænmeti.

Íslenskar fjölskyldur hafa slegið í gegn og eru sigurvegarar sumarsins og hafa aukið neyslu barna sinna á ávöxtum og grænmeti um 20 tonn á 60 dögum og stefna á að ná 100 tonnum á fyrsta árinu, sem er stórsigur fyrir framtíðarheilsu barna.

Latibær er alltaf að aðlaga og fínstilla íþróttanammið og fram að áramótum munum við betrumbæta magn, gæði og vöruúrval sem hentar best börnum og foreldrum.

Nú hefur Latibær verið með leik fyrir börnin og mun verðlaunaafhending til þeirra barna er kláruðu leikinn, vera núna í lok ágúst mánaðar, sjá nánar á latibaer.is. Annar leikur með öðru sniði mun hefjast í framhaldinu, tugir verðlauna í boði sem snúa að bættri heilsu og hreyfingu barna.

Íþróttanammi er tilbúið nesti fyrir skólann.

Höldum áfram að velja hollari kostinn og gerum þetta skemmtilegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma