fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. ágúst 2025 13:00

Þjórsárver. Mynd: Umhverfisstofnun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Landsvirkjum ásælist Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu. Segir hann Landsvirkjun þrengja að svæðinu með virkjunaráformum í nágrenni þess.

Hann gagnrýnir umhverfisráðherra fyrir afstöðu hans í virkjunarmálum og telur hann vilja setja þrýsting á frekari virkjanir, jafnvel fórna Þjórsáverum vegna mikillar orkuþarfar. Guðmundur segir í pistli á Facebook-síðu sinni:

„Landsvirkjun ásælist Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu. Þótt þessi einstæða vin sé vernduð í bak og fyrir og njóti sérstakrar verndar Ramsarsáttmála um verndun votlendis þá heldur fyrirtækið áfram að reyna að þrengja að þessu vatnasvæði, nú síðast með áformum um Kjalölduveitu í Þjórsá nokkrum kílómetrum frá Þjórsárverum. Engu er líkara en að hver kynslóð þurfi að koma þessari stofnun í skilning um að Þjórsárver eru utan seilingar.

Jóhann Páll umhverfisráðherra fer ekki að ráðum verkefnastjórnar rammaáætlunar um það hvaða kostir skuli vera í biðflokki og hverjir í verndarflokki. Hann segist ekki vilja „útiloka neitt“. Það þykja mér slæm skilaboð. Þetta lítur út eins og hann vilji þrýsta á frekari virkjanir, og sé jafnvel til í að íhuga að fórna Þjórsárverum fyrir orkuþörfina óseðjandi. Heldur vildi ég sjá hann senda Landsvirkjun skýr skilaboð um að þau séu ekki í boði.“

Segir Guðmundur að ráðherra eigi að virða það ferli sem fólgið er í rammaáætlunum um virkjunarkosti:

„Umhverfisráðherrann gerði best í að virða ferlið – eins og það var hugsað þegar Samfylkingin átti frumkvæði að því að koma rammaáætlunum í gang. Það er ekki endilega hlutverk ráðherra að beita valdi – heldur allt eins að veita valdi, koma valdi í réttan farveg, landi og þjóð til heilla.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“