fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Fyrrum bæjarfulltrúi dreginn fyrir dóm í leigudeilu – Lætur ekki ná í sig í Noregi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. ágúst 2025 11:00

Guðmundur Gísli Geirdal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundi Gísla Geirdal, fyrrum bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, hefur verið stefnt fyrir dóm vegna deilna sem snúa að skilum á lítilli leiguíbúð í Kópavogi. Guðmundur var með íbúðina á leigu í rúm þrjú ár en við skil á henni í september í fyrra gusu upp erjur vegna þess hvernig bæjarfulltrúinn fyrrverandi skyldi við eignina. Meðal annars var eldhúsborðplata skemmd og þá var þrifum ábótavant en alls fer leigusalinn fram á bætur upp á um 600 þúsund krónur.

Áður hafði leigusalinn sent málið til kærunefndar húsamála sem úrskurðaði Guðmundi Gísla í vil. Fer leigusalinn nú fram á það fyrir héraðsdómi að sá úrskurður verði ógildur og bæjarfulltrúanum fyrrverandi verði gert að greiða áðurnefnda bótakröfu.

Ekki hefur tekist að birta Guðmundi, sem nú er búsettur í Noregi, stefnu vegna málsins og því var hún birt í heild sinni í Lögbirtingablaðinu í vikunni. Þar er skorað á Guðmund að mæta fyrir dóm og halda uppi vörnum í málinu.

Farsæl þrjú ár en svo seig á ógæfuhliðina

Forsaga málsins er sú að Guðmundur tók íbúðina á leigu þann 13. ágúst 2021 og virðist fyrirkomulagið hafa gengið vel í tæp þrjú ár. Þegar leigusamningur hófst þá var íbúðin nánast ný og ónotuð en leigusalinn  keypti hana nýja fimm mánuðum áður en leigutíminn hófst.

Í lok júlí í fyrra sendi leigusalinn svo tölvupóst til Guðmundar og tilkynnti honum að samningnum yrði sagt upp og þyrfti íbúðin að vera laus þann 1. desember næstkomandi. Reyndist það henta báðum aðilum vel enda hafi Guðmundur verið að undirbúa flutning sinn til Noregs.

Það kom því leigusalanum í opna skjöldu þegar Guðmundur tilkynnti henni  að hann vildi skila lyklunum um miðjan september og hætta að leigja íbúðina. Á það féllst hins vegar leigusalinn í ljósi þess að allt hefði gengið vel á leigutímanum og vildi hún því sýna Guðmundi sveigjanleika. Slapp bæjarfulltrúinn fyrrverandi því við að greiða um 1 milljón króna í leigu þessa mánuði sem eftir voru.

Vísaði málinu til kærunefndar húsamála

Þegar leigjandinn hafði tekið við íbúðina komu áðurnefndar skemmdir á eldhúsplötu í ljós, auk þess sem mála þurfti og sparsla íbúðina og þá var þrifum ábótavant.

Komust aðilar máls ekki að samkomulagi vegna málsins. Guðmundur viðurkenndi sína ábyrgð varðandi eldhúsplötuna en krafðist í kjölfarið endurgreiðslu á húsaleigu fyrir september mánuð sem og endurgreiðslu á tryggingu sem hann hafði lagt fram.

Eftir hnýtingar í tölvupósti kærði Guðmundur síðan málið til kærunefndar húsamála þar sem fallist var á kröfur hans að öllu leyti nema að honum var gert að greiða hluta af kostnaði við endurnýjun borðplötunnar.

Við þetta vildi leigusalinn ekki una og nú verður tekist á um málið fyrir héraðsdómi.

Sakaður um óviðeigandi hegðun

Guðmundur Gísli sat í tæp tvö kjörtímabil sem bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, frá árinu 2014 til 2022 auk þess sem hann stundaði sjómennsku samhliða.

Olli það nokkrum styr innan bæjarstjórnar á sínum tíma enda gat Guðmundur ekki mætt á alla fundi þegar hann sótti sjóinn.

Hann hætti svo skyndilega í bæjarstjórn í mars 2022 en þá hafði hann verið sakaður um óviðeigandi hegðun gagnvart kvenkynsbæjarfulltrúum og hafði ráðgjafastofan Attentus þá verið kölluð til að rannsaka málið.

Lauk þar með pólitískum ferli Guðmundar í bili og fluttist hann til Noregs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Í gær

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Í gær

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”

Þórdís Kolbrún sár út í Ragnar: „Ákaflega ógagnlegt og ámælisvert”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot