fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 18:00

Mikill hamagangur á ströndinni. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slagsmál brutust út á ströndinni við borgina Odessa í Úkraínu. Upphaflega á milli tveggja kvenna vegna þess að spilað var rússneskt lag en síðar bættust fleiri við í slagsmálin.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

Myndband var birt á samfélagsmiðlum af slagsmálum sem brutust nýlega út á baðströnd við borgina Odessu við Svartahaf.

Kylliflatir kroppar

Svo virðist sem það hafi raskað ró fólks að spilað hafi verið rússneskt lag og endaði það með handalögmálum. Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar árið 2022 hefur rússnesk tónlist verið bönnuð í landinu. Rússar ásælast mjög hafnarborgina Odessu sem hefur legið undir sífelldum loftárásum og drónaárásum á undanförnum árum.

Í byrjun myndbandsins má sjá tvær bíkíníklæddar konur slást, togandi í hárið á hvorri annarri og kýlandi frá sér. Fljótlega bætist fleira fólk við við slagsmálin, bæði konur og karlar, og einhverjir kropparnir enda kylliflatir í sandinum.

Eins og ekkert sé eðlilegra

Sést að tveir menn reyna að stöðva bardagann með því að toga konurnar tvær í sundur. En einnig sést að tveir aðrir menn lenda í slagsmálum annars staðar en á aðal slagsmálasvæðinu.

Aðrir baðstrandargestir standa og fylgjast með ósköpunum og enn aðrir ganga fram hjá eins og ekkert sé sjálfsagðara að fáklæddur hópur sé í fangbrögðum skammt frá þeim.

Rússnesk tónlist

Málið hefur ekki aðeins ratað á samfélagsmiðla heldur hafa úkraínskir fjölmiðlar fjallað um það. Meðal annars blaðið Strana sem fullyrðir að slagsmálin hafi byrjað út af því að verið var að spila rússneska tónlist.

„Ferðamenn slógust á ströndinni í Odessa eftir að lag á rússneskri tungu var spilað,“ segir í frétt blaðsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“