fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 10:38

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri færslu á Facebook-síðu Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands kemur fram að svo virðist sem að eldgosinu á Reykjanesskaga sem hófst 16. júlí síðastliðinn sé lokið.

Segir í færslunni að þess níunda eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á 19 mánuðum virðist nú vera lokið. Engin glóð hafi verið sjáanleg í gígnum seinnipart nætur, en þó finnist enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna.

Enn fremur kemur fram að hraunrennsli virtist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram hafi þó mallað í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og symmetrískur klepragígur. Gosið hafi staðið yfir í 19 daga og sé því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins sé líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekir það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið hafi runnið að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hafi þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall.
Veðurstofa Íslands hefur hins vegar enn sem komið er ekki lýst yfir goslokum. Í tilkynningu frá henni sem send var út á sjöunda tímanum í morgun kemur meðal annars fram að á vefmyndavélum mrgi sjá að enn sé virkni í gígnum. Óróinn hafi haldist mjög lítill í alla nótt. Hraunjaðrar breytist lítið. Enn sé hætta á skyndilegum framhlaupum við jaðra hraunsins. Þó dregið hafi verulega úr gosvirkni sé ennþá möguleiki á mengun frá gosmóðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“