fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Segja útlit fyrir að gosinu sé lokið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 10:38

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri færslu á Facebook-síðu Eldfjalla og náttúruvárhóps Suðurlands kemur fram að svo virðist sem að eldgosinu á Reykjanesskaga sem hófst 16. júlí síðastliðinn sé lokið.

Segir í færslunni að þess níunda eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á 19 mánuðum virðist nú vera lokið. Engin glóð hafi verið sjáanleg í gígnum seinnipart nætur, en þó finnist enn glóandi hraun innan hraunbreiðunnar, enda taki hún nokkurn tíma að kólna.

Enn fremur kemur fram að hraunrennsli virtist síðustu daga hafa minnkað nokkuð stöðugt og fyrir nokkrum dögum hafi hraun hætt að leka á yfirborði út úr gígnum. Áfram hafi þó mallað í gígnum og hafi því nú hlaðist upp ansi myndarlegur og symmetrískur klepragígur. Gosið hafi staðið yfir í 19 daga og sé því þriðja lengsta gosið í goshrinunni á eftir gosunum í mars (53 dagar) og maí (25 dagar) á síðasta ári. Rúmmál nýja hraunsins sé líklega á bilinu 30-35 milljón rúmmetrar og þekir það ríflega 3,5 ferkílómetra. Hraunið hafi runnið að miklu leyti yfir hraun úr fyrri gosum en hafi þó nú gjörbreytt umhverfi Fagradals og í raun fyllt dalbotninn af hrauni, norðan við Fagradalsfjall.
Veðurstofa Íslands hefur hins vegar enn sem komið er ekki lýst yfir goslokum. Í tilkynningu frá henni sem send var út á sjöunda tímanum í morgun kemur meðal annars fram að á vefmyndavélum mrgi sjá að enn sé virkni í gígnum. Óróinn hafi haldist mjög lítill í alla nótt. Hraunjaðrar breytist lítið. Enn sé hætta á skyndilegum framhlaupum við jaðra hraunsins. Þó dregið hafi verulega úr gosvirkni sé ennþá möguleiki á mengun frá gosmóðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið

Reynisfjöruslysið: Einstaklingurinn beri ábyrgð en ekki ríkið
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“

„Þeir sem eru sem lengst sokknir í Woke hugmyndafræðina eru mjög hrokafullir en sjá það ekki sjálfir“
Fréttir
Í gær

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar

Dularfullt hvarf breskrar konu skekur gríska sumarleyfisparadís – Eiginmaðurinn svaf vært á sólbekk við hlið hennar
Fréttir
Í gær

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“

Segir tal um leyniþjónustu á Íslandi vekja spurningar: „Er verið að tala um að stíga skref í átt að stofnun erlends njósnaapparats?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“

Jón Viðar hugsi – „Ég reyni að láta hamaganginn í þeim sem óttast inngöngu í ESB ekki raska ró minni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“

Úrillur biskup mætti á náttsloppnum og rak kórinn úr kirkjunni – „Klukkan er orðin meira en tíu og þetta er hræðilegur hávaði“