fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Segist ekki vilja leyniþjónustu á Íslandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. ágúst 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segist ekki vera hlynnt því að stofnuð verði sérstök leyniþjónusta á Íslandi. Er þetta á skjön við það sem kom fram í frétt í The Economist. Þar segir orðrétt: „Landið gæti ein­angr­ast ef sæ­streng­ir þess yrðu rofn­ir. Það hef­ur enga leyniþjón­ustu til að elta uppi skemmd­ar­varga og njósn­ara. Þor­gerður seg­ist styðja stofn­un slíkr­ar [leyniþjón­ustu],“ segir í greininni í The Economist. Morgunblaðið greinir frá en Vísir greindi fyrst frá.

Þorgerður segir í viðtali við Morgunblaðið að mikilvægt sé að Ísland efli eigin greiningargetu til að verða ekki að öllu leyti háð öðrum þjóðum við mat á hættu og ógn sem steðjar að. Það sé hægt að gera með því að efla netör­ygg­is­sveit­ina CERT-IS og grein­ing­ar­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra.

Um viðkvæmt mál sé að ræða en Ísland geti ekki leyft sér neina einfeldni á þessu sviði í ljósi þeirrar heimsmyndar sem við blasi. „Spurð að því hvernig hún sjái fyr­ir sér að efla CERT-IS og grein­ing­ar­deild Rík­is­lög­reglu­stjóra vís­ar ut­an­rík­is­ráðherra til sam­ráðshóps þing­manna vegna mót­un­ar ör­ygg­is- og varn­ar­stefnu sem senn mun skila af sér niður­stöðum vinnu sinn­ar. Vinna hóps­ins verður grunn­ur að stefnu rík­is­ins í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um,“ segir í frétt Morgunblaðsins.

Rætt er við Arnór Sigurjónsson, sérfræðing í varnarmálum, sem tekur undir með Þorgerði um að efla þurfi greiningargetu á hérlendis á þessu sviði. Hann tekur ekki afstöðu til þeirrar spurningar hvort þörf sé á íslenskri leyniþjónustu. Skemmdarverkastarfsemi Rússa sé ógn sem Ísland þurfi að bregðast við með aukinni greiningargetu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“