Gabriel Jesus gæti verið að snúa aftur heim eftir langa dvöl á Englandi en þetta kemur fram í RTI Esporte.
Um er að ræða brasilískan fjölmiðil en Jesus er Brasilíumaður og er samningsbundinn Arsenal.
Hlutverk Jesus verður væntanlega í miklu varahlutverki í vetur en Arsenal er að kaupa Viktor Gyokores í fremstu víglínu.
Flamengo hefur áhuga á að semja við Jesus en hann myndi gera lánssamning við leikmanninn út tímabilið.
Flamengo er ekki með fjármagnið til að borga öll laun leikmannsins en er tilbúið að taka á sig 50 prósent.