Xherdan Shaqiri virðist hafa skotið létt á Pep Guardiola, fyrrum stjóra sinn, en þeir unnu saman hjá Bayern Munchen.
Shaqiri og Guardiola náðu ekki það vel saman og ákvað hann að yfirgefa félagið 2015 og hélt til Inter Milan.
Eftir 15 deildarleiki á Ítalíu var Shaqiri keuptur til Stoke og svo 2018 ákvað Liverpool að taka sénsinn á svissnenska landsliðsmanninum.
Hann bendir á að hann hafi unnið Meistaradeildina í annað sinn eftir að hafa kvatt Bayern en það var með Liverpool 2019.
,,Já ég tók rétta ákvörðun, ég horfi ekki til baka og sé eftir einhverri ákvörðun. Allar ákvarðanir sem ég hef tekið, ég stend 100 prósent með þeim,“ sagði Shaqiri.
,,Þetta gekk mjög vel upp fyrir mig. Eftir tíma minn hjá Bayern þá vann ég Meistaradeildina aftur og með Liverpool, það gekk ekki svo illa er það?“