Bayern Munchen er byrjað að ræða við Liverpool á nýjan leik um sóknarmanninn öfluga Luis Diaz.
Þetta kemur fram í Athletic en Bayern hefur lengi verið á höttunum á eftir Diaz sem er sagður vilja komast annað.
Fyrsta tilboði Bayern var hafnað af Liverpool en það hljómaði upp á 58 milljónir punda.
Liverpool vill fá allt að 70 milljónir fyrir Diaz en félagið gæti þurft að selja til að fjármagna kaup á Alexander Isak.
Ef Bayern er tilbúið að hækka tilboð sitt í leikmanninn eru allar líkur á að hann spili í Þýskalandi næsta vetur.