Ruben Amorim er opinn fyrir því að gefa Jadon Sancho, Antony og Alejandro Garnacho tækifæri í vetur.
Allir leikmennirnir eru á sölulista í sumar en United hefur átt í erfiðleikum með að ná samkomulagi um kaupverð við önnur félög.
Amorim er stjóri United en hann gerir sér grein fyrir því að þeir séu til sölu en ef ekkert verður úr því þá tekur hann við leikmönnunum opnum örmum fyrir veturinn.
,,Ef þeir komast á þann stað að þeir verði að snúa aftur til liðsins þá verða þeir hluti af liðinu því þeir eru okkar leikmenn,“ sagði Amorim.
,,Ef félagið fær ekki rétt tilboð í þessa leikmenn þá verða þeir áfram. Ég er tilbúinn að taka við þeim.“