Viktor Gyokores er við það að ganga í raðir Arsenal en hann kemur til félagsins frá Sporting.
Svíinn hefur raðað inn mörkum fyrir Sporting undanfarin tvö tímabil og verður aðalframherji Arsenal næsta vetur.
Gyokores mun klæðast treyju númer 14 hjá Arsenal en það er mjög goðsagnarkennd tala hjá félaginu.
Eddie Nketiah var síðast númer 14 hjá Arsenal en hann er í dag á mála hjá Crystal Palace.
Thierry Henry er af mörgum talinn besti leikmaður í sögu Arsenal en hann gerði númerið frægt hjá félaginu.