Fabrizio Romano hefur nefnt fjóra leikmenn sem munu ekki ferðast með Manchester United í æfingaferð til Bandaríkjanna.
Þessir leikmenn virðast ekki eiga framtíð fyrir sér hjá félaginu og eru á sölulista nú í sumar.
Alejandro Garnacho, Jadon Sancho, Antony og Tyrell Malacia eru leikmennirnir en þeir eru ekki inni í myndinni hjá Ruben Amorim, stjóra liðsins.
Harry Maguire ferðaðist einnig ekki með liðinu en ástæðan er önnur og er persónuleg – hann mun hitta liðsfélaga sína bráðlega.
Garnacho er orðaður við fjölmörg félög og er þá talið að Sancho sé á leið til Ítalíu eða þá Juventus.