Paul Pogba hefur óvænt tjáð sig um brottför Marcus Rashford en þeir eru fyrrum samherjar hjá Manchester United.
Pogba ræddi við eina frægustu samskiptamiðlastjörnu heims í dag en hann heitir ‘IShowSpeed’ en er yfirleitt kallaður Speed.
Rashford er að yfirgefa United fyrir Spán en hann mun gera samning við stórlið Barcelona.
,,Þetta er klikkað en ég er ánægður fyrir hans hönd því United tók af honum númerið. United er að missa frábæran leikmann, óheppilegt fyrir þá,“ sagði Pogba.
,,Þetta er mjög gott fyrir Barcelona. Manchester United er að fá inn sína leikmenn og nýi stjórinn vill gera hlutina á sinn hátt býst ég við.“
,,Þetta er ekki Amorim að kenna, ef hann hefur ekki trú á einhverjum leikmanni. Hann þarf að vinna og ef ekki þá verður hann rekinn.“
🗣️ Paul Pogba on Rashford’s move to Barcelona. [Speed]
pic.twitter.com/XdNmEg5UhZ— Sam C (@SamC_reports) July 20, 2025