fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Þessi snemmbúnu merki um elliglöp geta sést á heimilinu – Þar á meðal á bakstursofninum

Pressan
Sunnudaginn 8. júní 2025 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingur í málefnum tengdum elliglöpum segir að það sé oft hægt að sjá snemmbúin merki um elliglöp hér og þar á heimilinu, þar á meðal á bakstursofninum.

The Mirror segir að sérfræðingurinn, Dr Jane Pritchard, sem starfar hjá The Good Care Group, segi að það að fólk setji hluti á rangan stað sé töluvert aðvörunarmerki. „Við setjum öll hluti á rangan stað öðru hvoru, en á byrjunarstigum elliglapa, þá finnur þú sjónvarpsfjarstýringuna kannski í ofninum, mjólkina í skenknum eða mat í náttborðsskúffunni,“ sagði hún.

Hún sagði að það geti einnig verið merki um skipulagsleysi, til dæmis að glös séu sett í uppþvottabala með pottum og pönnum eða að skápar, sem hafa verið notaðir undir ákveðna hluti árum saman, breytist skyndilega. „Þessi óvenjulega hegðun getur gefið ástæðu til að hafa áhyggjur,“ sagði hann.

Elliglöp er orð sem er notað yfir ástand sem tengist hrörnun heilans, þar á meðal er Alzheimers-sjúkdómurinn. Einkennin eru oftast mismunandi á milli hinna ólíku forma sjúkdóma en almennt séð er það minnistap, ruglingur, skapsveiflur og erfiðleikar við að tala eða takast á við dagleg verkefni sem eru einkenni elliglapa.

Pritchard sagði að í verstu tilfellunum geti minnistap aukið líkurnar á að hættulegar aðstæður komi upp. Ef ástvinur telji að það sé „eðlilegt“ að setja til dæmis málmdisk í örbylgjuofninn eða hrátt kjöt í stofuskápinn, þá geti það verið sérstaklega hættulegt.

„Ef þú sérð að byrjað er að setja hraðsuðuketilinn ofan á eldavélina, álpappír eða málmdiska í örbylgjuofninn eða plast í ofninn, þá eru þetta mikil hættumerki um að þörf sé á sjúkdómsgreiningu,“ sagði hún.

Hún stakk einnig upp á einföldu prófi til að kanna hvort fólk sé farið að þjást af elliglöpum. Þetta sé hægt að gera með að biðja viðkomandi um tebolla. Þetta veiti þér tækifæri til að fylgjast með viðkomandi fara í gegnum það ferli sem þarf að fylgja þegar hellt er upp á te.

„Var vatnið soðið í katlinum? Í hvaða röð var þetta gert? Mundi viðkomandi hvar skeiðaskúffan er? Er tepokinn enn þarna?“ sagði hún og bætti við að ef viðkomandi sleppi einhverjum af skrefunum eða geri þau á rangan hátt, þá geti verið góð hugmynd að láta gera mat á viðkomandi til að kanna hvort elliglöp séu farin að gera vart við sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi