fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Segja að samningaviðræður Trump við Pútín þýði að Evrópa þurfi að undirbúa sig undir stríð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. maí 2025 07:00

Úkraínskir hermenn við stórskotaliðsbyssu í Kherson. Engin eftirlíking hér á ferð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirstandandi viðræður vegna málefna Úkraínu sýna að Donald Trump heldur áfram að draga bandaríska varnarteppið undan okkur – Evrópa verður að standa ein eða falla.

Þetta skrifa Sir Richard Shirreff, breskur hershöfðingi, og Dr Stefanie Babst, fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri NATÓ, í grein sem birtist í breska blaðinu The Independent.

Þau segja að það sé alltaf sársaukafullt að missa gamlar og langvarandi tryggingar. Öryggissáttmáli Evrópu og Bandaríkjanna hafi verið slík trygging í 76 ár. Frá 1949 hafi kynslóðir Evrópubúa og Norður-Ameríkubúa lifað í þeirri vissu að stjórnmálamenn beggja megin Atlantshafs væru jafn trúir og tryggir stuðningsmenn alþjóðareglna, lýðræðishugmynda og hefðu sameiginlega sýn á Evrópu sem frjálsa heimsálfu þar sem friður ríkir.

Nú hafi Donald Trump og MAGA félagar hans á hrottalegan hátt eyðilagt þessa vissu. Samstarfið yfir Atlantshaf sé nú að rakna upp fyrir augum okkar. Á aðeins 100 dögum hafi Trump grafið undan samstöðu NATÓ varðandi varnarmál, lagt tolla á efnahag heimsins, ógnað fullveldi Kanada og Danmerkur, sem eru traustir bandamenn Bandaríkjanna, blandað sér í innri málefni bandamanna með stuðningi við evrópska hægripopúlistaflokka og dregið Bandaríkin út úr starfsemi virta alþjóðastofnana á borð við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina, Alþjóðadómstólinn og loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Með nokkrum höggum hafi Trump brotið heimsskipun sem var byggð á reglum.

Þau segja að það sé mikið áfall fyrir evrópska bandamenn Bandaríkjanna að stjórn Trump sé reiðubúin til að færa Vladímír Pútín, hrottalegasta árásarmanninum, sem Evrópa hefur séð síðan Hitler var og hét, tvö stærstu utanríkisstefnumál hans á silfurfati. Þetta er aðskilnaður Bandaríkjanna frá öryggi Evrópu og að gera NATÓ óvirkt.

Tilraunir Trump til að þrýsta svokölluðum „friðarsamningi“ niður í háls Úkraínumanna og Evrópumanna, að taka sér stöðu með Kremlverjum og stuðningsmönnum einræðis í atkvæðagreiðslum hjá Sameinuðu þjóðunum, að hætta tölvuaðgerðum gegn Rússlandi og að viðurkenna ólöglega innlimum Krímskaga í Rússland og hætta deilingu hernaðarupplýsinga með Úkraínu, undirstriki að Bandaríkin hafi sagt skilið við samstöðu NATÓ varðandi málefni Rússlands og Úkraínu.

Þau segja að mörg verkefni séu fram undan en með nægum pólitískum vilja, sé hægt að sigrast á þeim. Yfirstjórn NATÓ, aðeins skipuð Evrópubúum, verði minni og löguð að nýjum aðstæðum. Almenn varnaráætlun og harðar æfingar, geti hjálpað NATÓ við að undirbúa sig undir það sem bandalagið þurfi að vera búið undir – að berjast í hefðbundnum nútímahernaði á öllum sviðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn með bensínsprengju

Tekinn með bensínsprengju
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus

Tekur foreldrana á teppið í nýrri sjónvarpsauglýsingu Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brú Talent kaupir Geko Consulting

Brú Talent kaupir Geko Consulting
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Vilhjálmur til OK