fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Áfrýjunardómstóll tekur mál hnífamannsins sem stakk Ingunni Björnsdóttur fyrir

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. maí 2025 12:30

Talið var kraftaverk að Ingunn hafi lifað árásina af.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskólaneminn sem dæmdur var fyrir árásina á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla, hefur áfrýjað dómi sínum. Áfrýjunardómstóll fjallar um málið í næstu viku.

Ingunn varð fyrir lífshættulegri hnífaárás af hendi nemanda þann 24. ágúst árið 2022 í skólanum. Stakk hann hana sextán sinnum, meðal annars í kviðinn, og var talið kraftaverk að hún hafi lifað árásina af. Málið vakti mikinn óhug í háskólasamfélaginu á Norðurlöndum. Árásarmaðurinn hafði fallið á prófi í námskeiði hjá Ingunni og talið var að árásin hafi verið skipulögð en ekki framin í stundarbrjálæði.

Sjá einnig:

Ingunn lifði af ofsafengna hnífsstunguárás í Oslóarháskóla – „Fyrsta tilfinningin sem ég fann fyrir var undrun. Og síðan kom hræðslan”

Í september á síðasta ári var nemandinn dæmdur í 7,5 ára fangelsi sem og til að greiða Ingunni 5 milljónir króna í miskabætur. Einnig var hann dæmdur til að greiða öðrum kennara sem hann réðist á 1,5 milljónir.

Nemandinn hefur nú áfrýjað málinu til áfrýjunardómstóls í Osló. Verður málið tekið fyrir hjá dómstólnum í næstu viku, dagana 27. og 28. maí.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir ofbeldi í óþökk brotaþolans eftir að til stimpinga kom vegna hleðslutækis

Dæmdur fyrir ofbeldi í óþökk brotaþolans eftir að til stimpinga kom vegna hleðslutækis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir blasa við hvers vegna meðferðarstarfi á Íslandi fyrir unglinga með vímuefnavanda hafi farið aftur

Segir blasa við hvers vegna meðferðarstarfi á Íslandi fyrir unglinga með vímuefnavanda hafi farið aftur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum

Lögreglan á Norðurlandi eystra neitaði að útskýra af hverju ofbeldismál fyrndist í hennar höndum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um

Auðug kona keyrði niður mann á fyrsta stefnumóti – Kenndi rándýrum hælaskónum um