fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Ráðuneytið segir ofsögum sagt að viðræður við Sýn séu hafnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 17. maí 2025 09:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningar, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið hefur gert athugasemd við frétt sem DV birti í gær um meintar viðræður stjórnvalda og fjölmiðlafyrirtækisins Sýn um að tiltekinn hluti starfsemi Sýnar verði skilgreindur sem almannaþjónusta líkt og gildir um alla starfsemi RÚV, með það fyrir augum að gera þjónustusamning sambærilegan við þann sem RÚV hefur gert við stjórnvöld.

Fréttin byggði á umsögn Sýnar hf. við frumvarp til laga um fjölmiðla sem nú liggur fyrir Alþingi, en umsögnin er dagsett 16. maí og þar segir að Sýn hafi óskað eftir viðræðum.

„Hefur ráðuneytið orðið við beiðni um viðræður og vinna er hafin í ráðuneytinu í því skyni að greina umfang og eðli verkefnisins.“

Sjá einnig: Ákveðið að hefja viðræður um að Sýn verði meira eins og RÚV

Ráðuneytið segir ofsögum sagt að eiginlegar viðræður séu hafnar. Sérfræðingar ráðuneytisins hafi frá mars átt eitt fund um erindið með SÝN og getur ráðuneytið því ekki tekið undir að viðræður um að hlutar fjölmiðilsins verði skilgreindir sem almannaþjónusta séu hafnar, þó svo vissulega liggi fyrir erindi um slíkt hjá ráðuneytinu sem er til meðferðar. Ljóst sé að þetta erindi kalli á víðtæka vinnu áður en hægt er að taka afstöðu í málinu, einkum með tilliti til laga um opinber fjármál.

„Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytinu barst erindi frá forsvarsmönnum SÝN í marsmánuði þar sem óskað var eftir að hlutar fjölmiðilsins yrðu skilgreindir með almannaþjónustuhlutverk. Erindið var skráð og við tekur hefðbundið ferli þar sem sérfræðingar ráðuneytisins meta erindið, greina umfang þess og hvernig haga skuli þeirri vinnu sem þarf að fara fram svo unnt sé að taka afstöðu til málsins.

Sérfræðingar ráðuneytisins hafa fundað einu sinni um erindið með SÝN. Ráðuneytið tekur því ekki undir að viðræður um að hlutar fjölmiðilsins yrðu skilgreindir með almannaþjónustuhlutverk séu hafnar þó að erindið sé til meðferðar innan ráðuneytisins og þar af leiðandi opið í málaskrá.

Erindið kallar á víðtæka vinnu áður en hægt er að taka afstöðu til málsins meðal annars með tilliti til laga um opinber fjármál. Þess ber að geta að samningur sem einkarekna sjónvarpsstöðin TV2 í Noregi gerði við norska ríkið vegna fjölmiðlunar í almannaþjónustu og vísað er til í erindi Sýnar, var á grundvelli útboðs.

Ráðuneytið hefur komið því á framfæri við SÝN að um umfangsmikið mál sé að ræða og það sé fyrst og fremst skoðað út frá hagsmunum almennings.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð