fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fréttir

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. maí 2025 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Bretakonungur og eiginkona hans Kamilla drottning eru sögð hafa sterkar skoðanir á því hvaða hluti má nota og ekki nota í konungshöllinni. Þetta segir Anne Simmons, sem starfaði við þrif í höllinni í rúman áratug.

News.com.au greinir frá því að tveir hlutir séu á algjörum bannlista í höllinni og það fyrrnefnda eru svokallaðar blautþurrkur sem margir þekkja.

„Þó að þær séu auglýstar þannig að það megi sturta þeim niður brotna þær ekki niður í kerfinu eins og venjulegur klósettpappír,“ segir Anne.

Bannið kemur ekki til af góðu því blautþurrkur munu hafa skapað töluverð vandamál í lögnunum undir konungshöllinni og hefur þurft að ráðast í kostnaðarsamar viðgerðir þar sem þær hafa átt það til að stíflast.

Hinn hluturinn á bannlistanum eru ilmkerti og er ástæðan sögð sú að þau geta dreift óæskilegum eiturefnum út í loftið.

„Margir átta sig ekki á því að ilmkerti hleypa eitruðum efnum út í loftið. Á stað eins og í Buckingham-höll, þar sem loftgæðunum er stjórnað með býsna nákvæmum hættu, eru þau á algjörum bannlista,“ segir Anne.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista

Stjórnsýsluvenja í uppnámi eftir að blaðamaður lagði Akraneskaupstað í máli um umsækjendalista
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flugferð frá Berlín endaði í íslensku fangelsi – Kona og maður á fimmtugsaldri fá þriggja ára dóm

Flugferð frá Berlín endaði í íslensku fangelsi – Kona og maður á fimmtugsaldri fá þriggja ára dóm
Fréttir
Í gær

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“

Segir kynfræðslu Siggu Daggar það sem þarf – „Skömmin sem við erfðum hefur valdið raunverulegum skaða“
Fréttir
Í gær

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“

Orri segir óeðlilegt að konur séu á launum í kvennaverkfalli – „Ég er auðvitað nítjándu aldar maður að mestu“