fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fókus

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Fókus
Mánudaginn 12. maí 2025 17:56

Einar Mikael.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Nýjasti gestur Alkasts Þvottahússins er engin annar en töframaður Íslands, húsasmiðurinn og þrívíddarprentunar meistarinn Einar Mikael.

Einar sem landsþekktur er fyrir töfrabrögð hefur síðustu misseri hefur Einar verið önnum kafin við að þrívíddarprenta hefðbundin hús, kirkjur og alla vita landsins. Þrívíddar ævintýrið hófst þegar hann var beðin um að prenta kirkju Patreksfjarðar og útkoman var svo stórkostleg að ekki var aftur snúið. Nú skipta kirkjurnar tugum sem Einar hefur prentað og ekki nóg með það þá hefur hann snúið sér að þrívíddarprenta alla vita landsins.

Einar lærði húsasmíði á sínum yngri árum og fór til Þýskalands á Leonardo styrk og þar fékk hann innsýn inn í heim iðnaðarmanna sem einkenndist af stolti, sérhæfingu og metnaði. Í því samhengi segir Einar að handverkskennsla hér á Íslandi sé í undanhaldi og metnaðurinn lítill. Hann segir einnig að smíðakennsla í grunn og gagnfræðaskólum hafi í raun ekki verið kennd að miklu leyti síðustu 30 ár. Smíðakennslan sé búin að breytast í einfalt föndur og nemendum ekki gefin almennilega kostur á að skapa sitt eigið og takast á við krefjandi verkefni. Ástæðan fyrir þessu segir hann líklega snúa að mörgum þáttum en nefnir manneklu, reynsluskort kennara sem og of mikla áherslu á hefðbundna akademíska kennslu.

Einar vill meina að þrívíddarprentunin geti komið sterk þarna inn sem öflugt kennsluverkfæri þar sem nemendum er gefin kostur ekki bara að handleika eigin framleiðslu heldur fái þau að taka þátt í hönnunarferlinu sem á uppsprettu sína í hugmyndum nemendana sjálfra. Hann segir möguleikana sem felast í þrívíddarprentuninni vera ótakmarkaða, að hreinlega allt sé hægt með þrívíddarprentun.

Byrjaði að fikra sig áfram fyrir 18 árum

Talið barst að töfrum og göldrum, en Einar hefur að baki glæstan feril sem einn af bestu og hæfileikaríkustu töframönnum landsins. Hann byrjaði að fikra sig áfram fyrir um 18 árum síðan og má segja að ferill hans hafi tekið á flug eftir sýningu sem hann hélt fyrir tvo norska ferðamann á knæpu í miðbæ Reykjavíkur. Ferðamennirnir heilluðust svo að honum að honum var boðið til að taka þátt í opnunarhátíð óperuhússins í Osló. Eftir heimkomu fór ferillinn á flug og sýningarnar skipta nú hundruðum.

Svakalegt atriði

Einar sagði strákunum frá atriði sem hann var beðin um að útfæra á Akureyrarvökunni árið 2013. Atriðið gekk út á hann átti að losa sig úr spennutreyju hangandi á hvolfi í 15 metra hæð og ekki nóg með það þá var kveikt í kaðlinum sem hélt honum uppi. Sjá má atriðið hér á spilaranum fyrir neðan.

Atriðið krafðist mikillar undirbúningsvinnu. Hann lét sérsníða á sig spennitreyju og þurfti að æfa atriðið á bílaplaninu fyrir utan blokkina sem hann bjó í. Hann minntist þess í viðtalinu að einn nágranni hans sem kvartað hafði mikið út af uppátækjum hans Einars hafi aldeilis brugðið í brún þegar Einar allt í einu hafi birst fyrir utan eldhúsgluggann hjá nágrannanum hangandi í spennitreyju úr stórum krana sem Einar hafði pantað.

Í lokin spurði Arnór Einar hvað framtíðin bæri í skaut með sér, hvort að einhver ný töfrabrögð væru á leiðinni. Einar svaraði því svo að í lok árs myndi hann útfæra töfrabragð sem aldrei hafði sést áður, töfrabragð sem myndi kollvarpa öllum hugmyndum um hvað við teljum mögulegt og ekki.

Þennan magnaða þátt má sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má hlusta á alla þætti Þvottahússins á öllum helstu streymisveitum eins og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika