Víkingur R. 3 – 1 FH
1-0 Sveinn Gísli Þorkelsson(’20)
1-1 Böðvar Böðvarsson(’32)
2-1 Tómas Orri Róbertsson(’36, sjálfsmark)
3-1 Daníel Hafsteinsson(’67)
Víkingur er komið á toppinn í Bestu deild karla eftir leik við FH á heimavelli sínum í kvöld.
Víkingar voru ekki í miklu basli með FH og höfðu betur með þremur mörkum geghn einu.
FH hefur gengið afskaplega illa í sumar og er með fjögur stig í fallsæti eftir fyrstu sex umferðirnar.
Víkingar eru með 13 stig á toppnum líkt og Vestri og Breiðablik.