David Beckham hefur nefnt það sem hann sér mest eftir á sínum knattspyrnuferli en það átti sér stað í Bandaríkjunum á sínum tíma.
Beckham var þá nýkominn til LA Galaxy þar í landi eftir frábæra tíma í Evrópu og var gerður að fyrirliða liðsins um leið.
Landon Donovan, einn besti leikmaður í sögu Bandaríkjanna, var fyrirliði Galaxy en þurfti að skila bandinu eftir komu þess enska.
Beckham sér eftir því að hafa farið í gegn með þessi skipti og hefði frekar viljað að Donovan yrði áfram fyrirliði liðsins.
,,Þegar ég mætti fyrst til Los Angeles þá var Landon Donovan fyrirliði liðsins,“ sagði Beckham við CBS.
,,Eigandi félagsins kom að mér og sagði: ‘Ég vil að þú verðir fyrirliðinn.’ Ég svaraði neitandi, að Landon Donovan væri fyrirliðinn.“
,,Viku seinna þá kom hann aftur að mér og sagðist hafa rætt við Landon, að honum væri alveg sama þó ég myndi taka við bandinu.“
,,Ég ræddi við Landon og hann sagði að þetta væri ekkert vandamál, svo fékk ég bandið. Þetta er það sem ég sé eftir, ég hefði aldrei átt að taka það af Landon.“