fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Afi sýknaður af ákæru um svívirðileg kynferðisbrot gegn barnabarni – Meint nauðgun eftir bílslys fjölskyldunnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður á áttræðisaldri var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru um að hafa tvívegis brotið gróflega kynferðislega gegn barnabarni sínu, barnungri stúlku, hverrar aldur er afmáður úr dómi og ákæru.

Ákært var vegna tveggja atvika, annað átti sér stað árið 2015 og hitt árið 2019. Fyrra atvikið var sagt hafa gerst á heimili mannsins og síðari eiginkonu hans. Barnabarnið var þá í gistingu hjá þeim og þegar konan þurfti að bregða sér frá var hann sagður hafa níðst á barninu er það lá uppi í rúmi. Hann hafi þá stungið fingri í leggöng hennar og getnaðarlimi sínum í endaþarm hennar.

Síðara atvikið átti sér stað á heimili stúlkunnar við mjög sérstakar aðstæður, aðfaranótt 31. desember árið 2019. Fjölskylda barnsins hafði þá lent í bílslysi og lágu móður stúlkunnar, sambýlismaður hennar og systkin á sjúkrahúsi en stúlkan og bróðir hennar sluppu ómeidd. Afinn og eiginkona hans gættu þá systkinanna á heimili barnanna. Afinn var sagður hafa brotið gegn stúlkunni þetta kvöld. Hann var sagður hafa þuklað á líkama stúlkunnar, brjóstum hennar og kynfærum innanklæða, lagst ofan á stúlkuna og sett getnaðarlim sinn í leggöng hennar á meðan hann hélt höndum hennar föstum þannig að hún komst ekki undan.

Ótrúverðugur framburður systur

Stúlkan greindi systur sinni – og skömmu síðar móður og vinkonu sinni – frá meintum brotum afans árið 2022. Málið var í kjölfar þess tilkynnt til barnaverndar og síðan kært til lögreglu. Systir stúlkunnar greindi frá því í yfirheyrslum og síðan fyrir dómi að brotaþoli hefði greint sér frá þremur brotum afa síns gegn sér. Eitt þeirra hefði verið framið um borð í bát í eigu afans en þar átti hann að hafa sýnt henni klámefni og brotið gegn henni með öðrum hætti. Brotaþoli neitaði þessu hins vegar og sagði þennan framburð systur sinnar stafa af misskilningi. Dómari taldi hins vegar þetta atriði rýra mjög framburð systranna í heild enda væri þessi framburður systurinnar beinlínis rangur.

Afinn, sem neitaði staðfastlega sök, þótti vera staðfastur og trúverðugur í framburði sínum. Einnig kom fram varðandi atvikið árið 2015 að eiginkona hans neitaði því að hafa farið burtu á heimilinu kvöldið sem hann átti að hafa brotið gegn stúlkunni. Voru þau samhljóma um að hann hefði ekki verið einn með stúlkunni þetta kvöld.

Einnig veikti það málatilbúnað ákæruvaldsins að vitni staðhæfðu að gistingar stúlkunnar hefðu lagst af með öllu í kjölfar atviksins 2015 en önnur gögn leiddu í ljós að gistingarnar höfðu haldið áfram fram til ársins 2017.

Það þótti einnig rýra framburð stúlkunnar að hún gat ekki munað hvort hún hefði fundið til sársauka eftir að afinn hafði farið inn í leggöng hennar og endaþarm með fingri og getnaðarlim.

Framburður sálfræðings í Barnahúsi gagnrýndur

Sálfræðingur í Barnahúsi greindi stúlkuna með áfallastreituröskun. Taldi hann það ástand hennar eingöngu geta stafað samskiptum stúlkunnar við afa sinn og ljóst væri að eitthvað mikið hefði gerst í samskiptum þeirra. Hins vegar lauk stúlkan ekki meðferð í Barnahjúsi og taldi dómari það rýra mjög framburð sálfræðingsins.

Ákæruvaldið lagði fram gögn úr skilaboðaspjalli stúlkunnar og móður hennar frá kvöldinu sem síðara brotið átti að hafa áttt sér stað en móðirin lá þá á sjúkrahúsi. Dómari var ekki sammála því að þau gögn bentu til sektar mannsins en þar talar stúlkan um að afi sér „leiðinlegur“ og að hún vilji ekki vera hjá honum en nefnir ekkert sem bendir til kynferðisbrota.

Heildstætt mat dómara var að sekt mannsins væri ekki sönnuð og var hann sýknaður af kröfum ákæruvaldsins. Bótakröfu sem lögð var fram fyrir hönd stúlkunnar var vísað frá dómi.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Í gær

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Í gær

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“