fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Þorvaldi finnst ekki tímabært að setja á kynjakvóta fyrir stjórnina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 4. mars 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, telur ekki tímabært að skoða kynjakvóta í stjórn KSÍ en það sé þó eitthvað sem má ræða til að skoða hlutina.

Þrjár reyndar konur létu af störfum á ársþingi KSÍ fyrir rúmri viku en enginn kona var í framboði.

Vanda Sigurgeirsdóttir sem var forveri Þorvaldar í starfi hefur látið hafa eftir sér að kynjakvóti sé málið fyrir stjórn sambandsins.

„Mér finnst þetta ekkert snúast bara um að þær séu inni í stjórn, við þurfum að horfa alls staðar frá og það er auðvitað hlutverk sambandsins í samvinnu við öll félögin í landinu, það er að segja hreyfinguna. Að við opnum allt upp og skoðum þessi mál og ýtum þessu úr farvegi. Vonandi á næstu þingum þá munum við fá stærra hlutfall af konum inn,“ segir Þorvaldur við RÚV.

En um kynjakvóta segir Þorvaldur þetta.

„Nei, ekki alveg strax en mér finnst allt í lagi að skoða alla hluti. Það er aldrei neikvætt að velta fyrir sér hlutum. Mér skilst að það hafi gert ágæta hluti í Svíþjóð. Þannig að ef aðrir hafa reynslu af einhverju sem gengur upp af hverju ekki að skoða það? Ég sé ekkert því til fyrirstöðu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn

Fyrrum leikmaður United gagnrýnir Amorim harðlega – Opinberar hvernig þessi ummæli hans fóru í leikmannahópinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja

Gríðarlega ánægður hjá félaginu og er opinn fyrir því að framlengja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar

Neitar að framlengja í Sádi og gæti verið á förum í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn

Terry mögulega að fá tækifærið í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar

Óvænt orðaður við United – Gæti verið möguleiki í janúar
433Sport
Í gær

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins

England: Jafnt á Leikvangi Ljóssins
433Sport
Í gær

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum

Fyrrum stórstjarna mögulega á leið í fangelsi vegna kynferðisbrots – Þarf að svara fyrir sig á næstu dögum
433Sport
Í gær

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“

Baunar á Carragher og segir gagnrýnina óskiljanlega – ,,Hann var það heppinn að fæðast í Liverpool“