fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. janúar 2026 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn kröfðust þess að dómarar grípi til aðgerða eftir að knattspyrnustjóri Arsenal, Mikel Arteta, yfirgaf tæknisvæði sitt og var kominn í nánast snertifjarlægð við varnarmann Liverpool, Milos Kerkez, í leik liðanna í gær.

Leiknum á Emirates lauk með markalausu jafntefli, sem þýddi að Arsenal jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í sex stig. Lundúnaliðið hafði fengið kjörið tækifæri til að stinga af eftir að Manchester City gerði jafntefli við Brighton & Hove Albion og Aston Villa tapaði stigum gegn Crystal Palace.

Arteta, sem er 43 ára gamall, vakti þó mikla reiði meðal stuðningsmanna þegar hann virtist setja Kerkez undir pressu í fyrri hálfleik, langt utan síns tæknisvæðis. Margir létu óánægju sína í ljós á samfélagsmiðlum og kröfðust þess að dómarinn, Anthony Taylor, gripi inn í. Þetta stef er þekkt hegðun hjá Arteta og vekur jafnan upp mikla reiði að hann fái að vaða svona um hliðarlínuna.

„Er Arteta orðinn hægri bakvörður?“ spurði einn stuðningsmaður kaldhæðnislega. Annar skrifaði.

„Hver er tilgangurinn með tæknisvæði ef Arteta má bara gegenpressa Kerkez?“

Sá þriðji bætti við. „Skilur Arteta yfirhöfuð hvað tæknisvæði er?“ Þá skrifaði annar. „Hvernig kemst hann alltaf upp með að vera utan tæknisvæðisins? Hann er nánast inni á vellinum.“

Atvikið hefur vakið mikla umræðu og aukið gagnrýni á hegðun Arteta við hliðarlínuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íþróttavikan x Handkastið – Stóri upphitunarþátturinn fyrir EM

Íþróttavikan x Handkastið – Stóri upphitunarþátturinn fyrir EM
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum

Balotelli að semja við fjórtánda félagið á ferlinum
433Sport
Í gær

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram

Logar allt stafnanna á milli hjá Tottenham – Sjáðu færsluna sem lykilmaður eyddi af Instagram
433Sport
Í gær

Stjörnuprýdd útför hjá Hareide í dag – Áhrifamenn úr íslenskum fótbolta á svæðinu ásamt stjörnum frá Noregi og Danmörku

Stjörnuprýdd útför hjá Hareide í dag – Áhrifamenn úr íslenskum fótbolta á svæðinu ásamt stjörnum frá Noregi og Danmörku