fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
433Sport

Tveir ungir til FH

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. janúar 2026 14:30

Mynd: FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Aron Jónsson og Kristján Snær Frostason eru gengnir í raðir FH frá Aftureldingu og HK. Hafnarfjarðarfélagið staðfesti þetta í dag.

Aron lék 17 leiki með Aftureldingu í Bestu deildinni í sumar og Kristján 11 leiki með HK í Lengjudeildinni. Báðir voru samningslausir eftir tímabil.

„Aron er hafsent sem hefur mikið af þeim eiginleikum sem við erum að leita eftir, öruggur á boltanum, fljótur og kraftmikill og með gott hugarfar. Er með góðan bakgrunn frá Noregi, kominn með reynslu úr efstu deild hér á Íslandi og hefur mikinn metnað fyrir því að bæta sig enn frekar.

Kristján er sókndjarfur bakvörður með mikla hlaupagetu, hraða og kraft. Hann er kominn með fína reynslu úr efstu deild, gott hugarfar og mikinn vilja til að bæta sig enn frekar og stimpla sig inn í FH-liðið.

Báðir þessir leikmenn eru spennandi viðbót við hópinn og passa inn í það sem við erum að byggja upp hérna í Krikanum, orkumikið og kraftmikið lið sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í tilkynningu félagsins.

FH hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Síðan er Jóhannes Karl Guðjónsson tekinn við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Tveir ungir til FH
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Klár í að koma inn í teymið hjá Carrick – Fyrrum varnarmaður Real Madrid verður þar

Klár í að koma inn í teymið hjá Carrick – Fyrrum varnarmaður Real Madrid verður þar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Dóttir fræga mannsins vekur mikla athygli – Starfar fyrir Playboy og birtir mjög djarfar myndir

Dóttir fræga mannsins vekur mikla athygli – Starfar fyrir Playboy og birtir mjög djarfar myndir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Djarfur klæðnaður stjörnunnar í beinni útsendingu um helgina vekur mikla athygli

Djarfur klæðnaður stjörnunnar í beinni útsendingu um helgina vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur upplifað allar hliðar lífsins: Þunglyndi gerði honum erfitt fyrir í mörg ár – Eiginkona hans gefur ekki tommu eftir

Hefur upplifað allar hliðar lífsins: Þunglyndi gerði honum erfitt fyrir í mörg ár – Eiginkona hans gefur ekki tommu eftir
433Sport
Í gær

Davíð Kristján mættur til Grikklands

Davíð Kristján mættur til Grikklands
433Sport
Í gær

Naskir Eyjamenn gerðu vel um helgina og unnu sér inn rúma milljón

Naskir Eyjamenn gerðu vel um helgina og unnu sér inn rúma milljón