fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
433Sport

Lúkas Logi framlengir á Hlíðarenda

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. janúar 2026 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lúkas Logi Heimisson hefur framlengt samning sinn við Val.

Lúkas, sem er 22 ára gamall, gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2023 og hefur hlutverk hans stækkað jafnt og þétt síðan.

Má gera ráð fyrir að hann verði í enn stærra hlutverki hjá Val á næstu árum, ef miðað er við nýja stefnu félagsins.

Tilkynning Vals
Það er Val mikil ánægja að tilkynna að Lúkas Logi Heimisson hefur skuldbundið sig félaginu áfram með því að skrifa undir nýjan samning á Hlíðarenda. Að halda Lúkasi er mikilvægur liður í langtímastefnu okkar þar sem við höldum áfram að byggja upp hóp sem getur barist á hæsta stigi.

Gareth Owen, yfirmaður knattspyrnumála, leggur áherslu á mikilvægi þess að tryggja starfskrafta Lúkasar til næstu ára:
“Við erum í skýjunum með að Lúkas hafi valið að halda áfram vegferð sinni með Val. Hann hefur heillað starfsfólk jafnt innan sem utan vallar og mun hann spila lykilhlutverk í framtíð Vals. Við erum gríðarlega spennt að sjá Lúkas á vellinum á þessu tímabili”

Skilaboð frá Lúkasi:
“Ég er ánægður með að framlengja við Val enda hefur mér liðið mjög vel hér á Hlíðarenda. Það eru spennandi tímar framundan og hef ég mikla trú á nýrri stefnu Vals. Ég er sannfærður um að liðið og þjálfarateymið geti náð stórum markmiðum saman. Ég hlakka því til að halda áfram að leggja mitt af mörkum fyrir Val og sjá alla á vellinum í sumar.”
Lúkas mun áfram leiða með góðu fordæmi sem mikilvægur hlekkur í Valsfjölskyldunni. Áfram Valur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Klár í að koma inn í teymið hjá Carrick – Fyrrum varnarmaður Real Madrid verður þar

Klár í að koma inn í teymið hjá Carrick – Fyrrum varnarmaður Real Madrid verður þar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dóttir fræga mannsins vekur mikla athygli – Starfar fyrir Playboy og birtir mjög djarfar myndir

Dóttir fræga mannsins vekur mikla athygli – Starfar fyrir Playboy og birtir mjög djarfar myndir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn United steinhissa á leikmanni sínum í gær – Hvað var hann að gera?

Stuðningsmenn United steinhissa á leikmanni sínum í gær – Hvað var hann að gera?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alonso var rekinn – Boðuðu hann á fund og fóru yfir stöðuna

Alonso var rekinn – Boðuðu hann á fund og fóru yfir stöðuna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Davíð Kristján mættur til Grikklands

Davíð Kristján mættur til Grikklands
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Naskir Eyjamenn gerðu vel um helgina og unnu sér inn rúma milljón

Naskir Eyjamenn gerðu vel um helgina og unnu sér inn rúma milljón