
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er að yfirgefa herbúðir Breiðabliks og ganga í raðir Parma á Ítalíu.
Áslaug Munda gekk í raðir Blika árið 2018 frá Völsungi, en hefur á tíma sínum í Kópavogi einnig spilað með Harvard.
Hin 24 ára gamla Áslaug munda á þá að baki 21 A-landsleik fyrir Íslands hönd.
Parma leikur í efstu deild á Ítalíu eftir að hafa komist upp í fyrra.
Tilkynning Breiðabliks
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir yfirgefur nú herbúðir Breiðabliks og gengur til liðs við Parma á Ítalíu.
Áslaug Munda gekk til liðs við Breiðablik árið 2018 og hefur síðan þá verið lykilleikmaður í þeim góðan árangri sem hefur náðst. Á tíma sínum hjá félaginu lék Munda 145 leiki og gerði 21 mark. Hún varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og bikarmeistari í þrígang.
Við þökkum Mundu innilega fyrir tíma sinn hjá félaginu og óskum henni góðs gengis á nýjum vettvangi.