fbpx
Mánudagur 12.janúar 2026
433Sport

Linta tekur við af Þorláki í Eyjum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. janúar 2026 10:11

Aleksandar Linta, t.v.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Serbinn Aleksandar Linta hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs ÍBV.

Skrifar hann undir þriggja ára samning við Eyjamenn, sem héldu sér þægilega upp í Bestu deildinni sem nýliði undir stjórn Þorláks Árnasonar í fyrra.

Linta hefur á ferlinum bæði þjálfað og spilað á Íslandi og þekkir boltann hér því vel. Hefur hann einnig þjálfað víða annars staðar, til að mynda hjá Olimpija Ljubljana í Slóveníu.

Tilkynning ÍBV
Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Aleksandar Linta hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hann mun verða aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu.

Linta sem er 50 ára á langan leikmannaferil á Íslandi þar sem hann lék í öllum fjórum deildum landsins á sínum tíma sem leikmaður frá árinu 1997 til 2013. Flesta leikina lék hann í 1. deild en þá einnig þrjú tímabil í efstu deild með ÍA og Þór.

Hann hóf þjálfaraferil sinn á Grundarfirði árið 2012 en hann var þjálfari þar í tvö ár. Hann var aðstoðarþjálfari hjá slóvenska félaginu NK Olimpija Ljubljana og einnig aðalþjálfari þar í stuttan tíma 2018 þar sem Olimpija komst örugglega áfram í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Leið Linta lá síðan til Kasakstan þar sem hann var aðstoðarþjálfari hjá fimmföldum landsmeisturum FC Irtysh Pavlodar, eftir það fékk hann starf sem aðalþjálfari hjá FK Radnicki 1923 en þar var hann frá 2020 til 2021. Árið 2021 tók hann við FK Vozdovac en nú yfirgefur hann starf í unglingaliðum hjá Rauðu Stjörnunni til að taka við ÍBV.

Knattspyrnuráð býður Aleksandar velkominn til félagsins og hlakkar til samstarfsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fullyrt að Carrick taki við á næstu klukkustundum – Verið að smíða teymið í kringum hann

Fullyrt að Carrick taki við á næstu klukkustundum – Verið að smíða teymið í kringum hann
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Söðlar um innan Bestu deildarinnar

Söðlar um innan Bestu deildarinnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arteta hrósar Arne Slot í hástert

Arteta hrósar Arne Slot í hástert
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hökkuðu sig inn á reikning Bruno Fernandes og birtu þessar færslur

Hökkuðu sig inn á reikning Bruno Fernandes og birtu þessar færslur
433Sport
Í gær

Segir þetta veikleika Íslands – „Hef pínu áhyggjur af því“

Segir þetta veikleika Íslands – „Hef pínu áhyggjur af því“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort þetta geti orðið Strákunum okkar að falli í janúar – „Hafa bara runnið niður brekkuna og við endað heima með buxurnar á hælunum“

Spyr hvort þetta geti orðið Strákunum okkar að falli í janúar – „Hafa bara runnið niður brekkuna og við endað heima með buxurnar á hælunum“