fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
433Sport

Davíð Kristján mættur til Grikklands

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. janúar 2026 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Kristján Ólafsson hefur skrifað undir hjá AEL Novibet FC í grísku úrvalsdeildinni, Davíð er 31 árs varnarmaður sem kemur frá pólska félaginu KS Cracovia.

Vinstri bakvörðurinn hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir út yfirstandandi tímabil.

Davíð er fæddur 15. maí 1995, er 184 cm á hæð og hóf meistaraflokksferil sinn hjá Breiðablik, þar sem hann lék 126 leiki, skoraði 7 mörk og lagði upp 5.

Í kjölfarið lék hann með Aalesunds FK í Noregi og Kalmar FF í Svíþjóð, með samtals yfir 140 leiki á Norðurlöndunum. Hann hélt þaðan til Póllands.

Davíð hefur leikið 15 landsleiki fyrir Ísland og skorað eitt mark. Hann síðasti landsleikur hans var í mars 2023 gegn Liechtenstein í undankeppni EM, þar sem hann skoraði mark og lagði einnig upp.

Hjá Cracovia lék hann frá febrúar 2024 og skilaði 5 mörkum og 7 stoðsendingum í 52 leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur að Amorim gæti fengið stórt starf á Englandi á næstu vikum

Telur að Amorim gæti fengið stórt starf á Englandi á næstu vikum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir ungir til FH

Tveir ungir til FH
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vill burt frá West Ham í janúar

Vill burt frá West Ham í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tottenham arkar út á markaðinn vegna meiðsla á miðsvæðinu

Tottenham arkar út á markaðinn vegna meiðsla á miðsvæðinu
433Sport
Í gær

Djarfur klæðnaður stjörnunnar í beinni útsendingu um helgina vekur mikla athygli

Djarfur klæðnaður stjörnunnar í beinni útsendingu um helgina vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Hefur upplifað allar hliðar lífsins: Þunglyndi gerði honum erfitt fyrir í mörg ár – Eiginkona hans gefur ekki tommu eftir

Hefur upplifað allar hliðar lífsins: Þunglyndi gerði honum erfitt fyrir í mörg ár – Eiginkona hans gefur ekki tommu eftir