
Samkvæmt Sky á Ítalíu hafa AC Milan og Roma áhuga á Harry Maguire, miðverði Manchester United.
Enski landsliðsmaðurinn er að nálgast endalok samnings síns hjá United og getur því farið frítt í sumar. Mega félög utan Englands þegar hefja viðræður við hann.
Engar formlegar fyrirspurnir hafa borist United vegna Maguire en ítölsku félögin fylgjast vel með gangi mála.
Hinn 32 ára gamli Maguire á ekki fast sæti í liði United og hefur átt misjöfnu gengi að fagna frá því hann kom til félagsins frá Leicester 2019.