fbpx
Laugardagur 17.janúar 2026
433Sport

KR í samstarf í Gana

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 16. janúar 2026 11:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild KR hefur stofnað til samstarfs við Field Masters Academy, knattspyrnuakademíu í Accra í Gana. Markmið samstarfsins er að styðja við menntun og knattspyrnuiðkun ungra leikmanna, jafnframt því að skapa raunhæfan vettvang fyrir efnilega leikmenn til að stíga sín fyrstu skref í Evrópu.

Samstarfssamningur var undirritaður í nýafstaðinni ferð fulltrúa KR til Gana. Field Masters Academy leggur ríka áherslu á skipulagt starf með ungum og efnilegum leikmönnum, bæði hvað varðar knattspyrnu og menntun. Frá akademíunni hafa komið leikmenn sem síðar hafa leikið á Englandi, í Danmörku, á Spáni og í Portúgal.

Hluti samstarfsins felst í því að þjálfarar akademíunnar og KR munu eiga í virku samstarfi. Þar á meðal verða heimsóknir til KR þar sem þjálfarar kynnast áherslum félagsins í þjálfun og leikfræði. Þá mun KR einnig koma að því að bæta aðstæður til menntunar og knattspyrnuiðkunar í Gana.

Með verkefninu styður KR við mikilvæga starfsemi sem veitir ungum leikmönnum raunhæfan vettvang til skipulagðs íþróttastarfs og skapar tækifæri fyrir þá að elta drauminn um atvinnumennsku í Evrópu.

„Við hjá KR hlökkum mikið til samstarfsins við Field Masters Academy. Við á Íslandi erum framarlega á mörgum sviðum knattspyrnunnar og með þessu samstarfi getum við miðlað reynslu okkar áfram. Um leið opnum við tækifæri fyrir leikmenn frá Gana til að koma til Íslands og taka þátt í æfingum og keppni. Á næstu dögum munu fyrstu tveir leikmennirnir koma til KR og það er mikilvægt að við tökum vel á móti þeim og styðjum þá í að taka fyrstu skrefin í nýju landi,“ segir Magnús Orri M. Schram, formaður knattspyrnudeildar KR.

Þessar fréttir koma skömmu eftir að Vestri tilkynnti að félagið hefði opnað knattspyrnuakademíu í Senegal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Jökull Andrésson léttur, ljúfur og kátur

Horfðu á nýjan þátt af Íþróttavikunni – Jökull Andrésson léttur, ljúfur og kátur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Glasner staðfestir að hann fari í sumar – Afþakkar nýjan samning

Glasner staðfestir að hann fari í sumar – Afþakkar nýjan samning
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fjármáladeild United á nálum – Stefnir í mígandi tap á rekstrinum á þessu tímabili

Fjármáladeild United á nálum – Stefnir í mígandi tap á rekstrinum á þessu tímabili
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjá ekki not fyrir leikmann Arsenal og vilja senda hann til baka

Sjá ekki not fyrir leikmann Arsenal og vilja senda hann til baka
433Sport
Í gær

Hjálpaði Liverpool að vinna Englandsmeistaratitilinn en er nú mættur til starfa hjá Tottenham

Hjálpaði Liverpool að vinna Englandsmeistaratitilinn en er nú mættur til starfa hjá Tottenham
433Sport
Í gær

Fer frá Chelsea eftir misheppnaða dvöl og heldur til liðsins sem hann hafnaði í sumar

Fer frá Chelsea eftir misheppnaða dvöl og heldur til liðsins sem hann hafnaði í sumar