fbpx
Þriðjudagur 13.janúar 2026
433Sport

Tveir ungir til FH

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. janúar 2026 14:30

Mynd: FH

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir Aron Jónsson og Kristján Snær Frostason eru gengnir í raðir FH frá Aftureldingu og HK. Hafnarfjarðarfélagið staðfesti þetta í dag.

Aron lék 17 leiki með Aftureldingu í Bestu deildinni í sumar og Kristján 11 leiki með HK í Lengjudeildinni. Báðir voru samningslausir eftir tímabil.

„Aron er hafsent sem hefur mikið af þeim eiginleikum sem við erum að leita eftir, öruggur á boltanum, fljótur og kraftmikill og með gott hugarfar. Er með góðan bakgrunn frá Noregi, kominn með reynslu úr efstu deild hér á Íslandi og hefur mikinn metnað fyrir því að bæta sig enn frekar.

Kristján er sókndjarfur bakvörður með mikla hlaupagetu, hraða og kraft. Hann er kominn með fína reynslu úr efstu deild, gott hugarfar og mikinn vilja til að bæta sig enn frekar og stimpla sig inn í FH-liðið.

Báðir þessir leikmenn eru spennandi viðbót við hópinn og passa inn í það sem við erum að byggja upp hérna í Krikanum, orkumikið og kraftmikið lið sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH í tilkynningu félagsins.

FH hafnaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Síðan er Jóhannes Karl Guðjónsson tekinn við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carrick mættur til starfa – Aðstoðarmaður Southgate og fyrrum varnarmaður United verða í teymi hans

Carrick mættur til starfa – Aðstoðarmaður Southgate og fyrrum varnarmaður United verða í teymi hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Látin eftir erfiða baráttu við krabbamein – Var 42 ára en hafði þurft að láta fjarlæga fót vegna æxlis

Látin eftir erfiða baráttu við krabbamein – Var 42 ára en hafði þurft að láta fjarlæga fót vegna æxlis
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tottenham arkar út á markaðinn vegna meiðsla á miðsvæðinu

Tottenham arkar út á markaðinn vegna meiðsla á miðsvæðinu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja kaupa ungan sóknarmann City eftir komu Semenyo þangað

Vilja kaupa ungan sóknarmann City eftir komu Semenyo þangað
433Sport
Í gær

KM stöðvaði sigurgöngu Ísbjarnarins og tryggði sér titilinn

KM stöðvaði sigurgöngu Ísbjarnarins og tryggði sér titilinn
433Sport
Í gær

Fullyrt að Carrick taki við á næstu klukkustundum – Verið að smíða teymið í kringum hann

Fullyrt að Carrick taki við á næstu klukkustundum – Verið að smíða teymið í kringum hann