
Jack Harrison, leikmaður Leeds, er á leið til Ítalíu til að ganga frá lánssamningi við Fiorentina.
Félögin hafa náð samkomulagi sem gerir Harrison kleift að spila með Fiorentina út tímabili og er kaupmöguleiki fyrir ítalska félagið í sumar.
Harrison, sem er 29 ára, hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og er ekki inni í myndinni hjá Daniel Farke.

Harrison hefur verið hjá Leeds síðan 2018, þó á láni frá Manchester City fyrstu þrjú árin, en hefur hann leikið á láni með Everton undanfarin tvö tímabil.
Fiorentina hefur átt erfitt tímabil og situr enn í fallsæti, þremur stigum frá öruggu sæti. Það hafa þó orðið nokkrar framfarir í undanförnum leikjum.
Albert Guðmundsson, einn besti leikmaður íslenska landsliðsins, er á mála hjá Fiorentina.