
Mackenzie Smith hefur söðlað um innan Bestu deildarinnar og er gengin í raðir FH frá Fram.
Miðjumaðurinn fór upp með Fram 2024 og tók slaginn með nýliðunum í Bestu deildinni í fyrra.
Nú er hún gengin til liðs við afar spennandi lið FH-inga, sem tók stórt skref á síðustu leiktíð og endaði í öðru sæti Bestu deildarinnar.
Tilkynning FH
Mackenzie Smith semur við Fimleikafélagið út komandi keppnistímabil.
Mackenzie er miðjumaður sem spilaði með Fram í Bestu deildinni á síðusta tímabili og var lykilleikmaður í góðum árangri Fram. Hún er kraftmikill og áræðinn leikmaður sem passar vel inn í leikstíl FH-liðsins.
Við bjóðum Mackenzie velkomna til FH!