
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá karlaliði Fram, hefur framlengt samning sinn út tímabilið 2027.
Helgi hefur starfað við hlið Rúnars undanfarin tvö tímabil við góðan orðstýr. Þeir skiluðu liðinu í 5. sæti Bestu deildarinnar í sumar.
Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Rúnars, hefur framlengt samning sinn út tímabilið 2027. Helgi þarf vart að kynna fyrir Frömurum eða knattspyrnuáhugafólki, og við teljum okkur mjög lánsöm að fá að njóta krafta hans áfram. pic.twitter.com/mIlipuBtx0
— Knattspyrnudeild Fram (@FRAMknattspyrna) December 3, 2025
Fram kynnir þá tvo nýja menn til leiks í teymið. Reynsluboltinn Kristján Finnbogason hefur verið ráðinn markmannsþjálfari í Úlfarsárdal.
Þá er Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson er nýr styrktarþjálfari. Hann er í MSc-námi í íþróttavísindum og þjálfun, þar sem hann hefur verið með hæstu einkunn í sínum árgangi öll árin.
Kristján Finnbogason er nýr markmannsþjálfari FRAM ✍️💙 Reyndur leikmaður og þjálfari, fyrrum landsliðsmarkmaður og Íslandsmeistari með Rúnari.
Frábær styrkur í teymið og samningur til 2027 ⚽️Velkominn í Fram-fjölskylduna! 💙 pic.twitter.com/OSn5GfDVre— Knattspyrnudeild Fram (@FRAMknattspyrna) December 3, 2025
Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson er nýr styrktarþjálfari meistaraflokks karla. Hann er í MSc-námi í íþróttavísindum og þjálfun, þar sem hann hefur verið með hæstu einkunn í sínum árgangi öll árin. Hann hefur samið við Fram út tímabilið 2027. Velkominn! pic.twitter.com/H5ZRX7Bd9a
— Knattspyrnudeild Fram (@FRAMknattspyrna) December 3, 2025