

Breiðablik mætti ofjarli sínum í Sambandsdeild Evrópu í kvöld þegar liðið tapaði 2-0 gegn Shaktar Donetsk frá Úkraínu.
Varnarleikur Blika var skipulagður en eftir tæpan hálftíma kom Artem Bondarenko heimamönnum yfir, leikið var í Póllandi vegna ástandsins í Úkraínu.
Markið kom eftir horn en Bondarenko var einn og óvaldaður fyrir utan teiginn.
Shaktar komst í 2-0 eftir rúman klukkutíma þegar Kauã Elias skoraði og 2-0 sigur Shaktar staðreynd.
Blikar eru með eitt stig eftir þrjár umferðir og næsti leikur liðsins er eftir þrjár vikur gegn Samsunspor frá Tyrklandi, sá leikur fer fram á Laugardalsvelli