fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Rooney ætlar að þegja eftir að hafa mætt Van Dijk í beinni – Telur sig hafa komið Liverpool á skrið

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virgil van Dijk og Wayne Rooney mættust augliti til auglitis í beinni útsendingu stuttu eftir orðaskipti þeirra um gagnrýni á Liverpool.

Rooney hafði fyrr í vikunni gagnrýnt Van Dijk og Mohamed Salah fyrir „líkamsburð iog leiðtogahætti“ á erfiðu tímabili Liverpool og sagði hegðun þeirra á vellinum vera „áhyggjuefni“. Van Dijk svaraði gagnrýninni eftir 2-0 sigur á Aston Villa á laugardag og kallaði hana „leti gagnrýni“.

Eftir sigur Liverpool á Real Madrid, 1-0 á Anfield á þriðjudagskvöld, stóðu þeir svo hlið við hlið í viðtali hjá Amazon Prime. Stemningin var spennuþrunginn þegar umræðan beindist að orðræðunni um liðið.

„Í heimi þar sem allt er í upplausn verður maður að reyna að halda ró sinni,“ sagði Van Dijk.

„Það er svo mikið eftir af tímabilinu og margt getur gerst. Þarna var mikið suð og umræða…“

Stjórnandi útsendingarinnar, Gabby Logan, greip fram í og spurði brosandi. „Ertu að horfa á einhvern ákveðinn?“

Van Dijk svaraði með bros á vör, án þess að beina orðum sínum beint að Rooney: „Nei, nei! En það er mikilvægt að halda fókus og vinna sig út úr erfiðleikum. Gæðin eru til staðar.“

Robbie Fowler spurði þá hvort þessi háværu viðbrögð utan frá hefðu áhrif á hópinn. „Mig persónulega snertir þetta ekki,“ sagði Van Dijk. „En við erum með unga leikmenn og aðra sem þetta getur haft áhrif á.“

Rooney tók svo af allan vafa með léttu gríni. „Ég segi bara ekki neitt meira, greinilega hef ég bara komið þeim í gang og komið af stað sigurhrinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“

Kaldhæðinn Arnar Gunnlaugs: „Er hjá Stellar, sem hjálpar gríðarlega mikið til þegar þú ert að velja í landsliðið“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi

Þetta eru félögin sem bíða og sjá hvort Barcelona mistakist að landa Rashford – Tvö á Englandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er

Óhugnanleg uppákoma í London: Lögregla opinberar hver þekkti maðurinn er
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool

Liðsfélagi og vinur Trent opinberar hvernig kappinn talar um Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi