fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
433Sport

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 14. nóvember 2025 16:00

Emile Heskey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Emile Heskey telur erfitt að sjá hvaðan næsti aðalframherji enska landsliðsins komi, þar sem hefðbundinn nía hefur nánast horfið úr enska boltanum á undanförnum árum.

Í 25 manna hópi Thomas Tuchel fyrir leikina gegn Serbíu og Albaníu í undankeppni HM er Harry Kane sá eini sem telst hreinræktaður sóknarmaður. Það undirstrikar hversu háð England er enn 32 ára framherjanum frá Bayern München.

Heskey, sem lék 62 landsleiki frá 1999 til 2010, segir að á árum áður hafi alltaf verið ljóst hver tæki við keflinu – en sú keðja sé rofin.

„Við vorum heppnir í gegnum árin, við vissum hver næstu framherjar yrðu,“ sagði hann í The Wayne Rooney Show.

„Ég kom inn á eftir Alan Shearer, og Rooney tók við af mér. En hvert horfum við núna? Við erum í vandræðum með að finna næsta manninn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því

Sjáðu hjartnæmt myndband KSÍ til heiðurs Jóa Berg – Stjarna Manchester United búinn að deila því
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“

Jóhann Berg einlægur eftir magnaðan áfanga – „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu, ég er ótrúlega stoltur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf