fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Solskjær útskýrir af hverju Sancho komst ekki á flug hjá United – Fékk slæma eyrnabólgu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær hefur í fyrsta sinn útskýrt hvers vegna hann náði aldrei að vinna vel með Jadon Sancho á sínum tíma hjá Manchester United.

Sancho var einn eftirsóttasti leikmaðurinn á óskalista Norðmannsins, sem fékk loks Englendinginn fyrir 73 milljónir punda sumarið 2021.

Sancho hafði þá staðið sig frábærlega með Borussia Dortmund eftir að hafa yfirgefið Manchester City fjórum árum áður. Við kaupin lagði Solskjær áherslu á að leikmaðurinn myndi endurspegla bestu hefðir Manchester United.

Raunin varð önnur. Sancho náði aldrei sömu hæðum í rauðu treyjunni og í Þýskalandi, og inn í liðið gekk honum hægt. Þegar Solskjær var svo látinn fara og Erik ten Hag tók við fór hlutirnir versnandi; Sancho var settur algjörlega út í kuldann í ágúst 2023.

Síðan þá hefur hann verið á lánssamningum hjá Dortmund, Chelsea og nú Aston Villa, en hvergi náð að festa sig í sessi.

Í viðtali við The Overlap sagði Solskjær að Sancho hafi orðið fyrir óheppilegum bakslögum strax í byrjun.

„Hann fór í frí áður en hann kom og fékk alvarlega eyrnabólgu. Hann lá inni á sjúkrahúsi og gat varla æft fyrstu tíu dagana,“ sagði Solskjær.

„Ég fékk aldrei raunverulega tækifæri til að spila með honum, þegar hann fann loks taktinn var ég á leið út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Í gær

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint