fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. nóvember 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að Real Madrid sitji á toppi La Liga eftir tólf umferðir eru merki um óánægju innan herbúða liðsins.

Samkvæmt spænskum fjölmiðlum eru allt að fimm leikmenn ekki sáttir við nýjan stjóra liðsins, Xabi Alonso, sem tók við stjórnartaumunum í sumar.

Real hefur unnið tíu leiki, gert eitt jafntefli og tapað aðeins einum í deildinni undir stjórn Alonso, auk þess að vera í góðri stöðu í Meistaradeildinni. En samkvæmt Mundo Deportivo ríkir lítil samstaða milli leikmanna og stjórans.

Leikmenn á borð við Vinícius Júnior, Jude Bellingham og Thibaut Courtois eru sagðir ósáttir við leikstíl Alonso. Þá eru Fede Valverde og Eduardo Camavinga einnig sagðir óánægðir þar sem þeir hafa verið látnir spila á ólíkum stöðum á vellinum án þess að ná að festa sig í sessi í byrjunarliðinu.

Talið er að óánægjan tengist einnig breyttum æfingaaðferðum Alonso, sem hefur tekið upp strangara og tæknivæddari aðgerðir en forveri hans Carlo Ancelotti. Alonso notar meðal annars dróna, myndgreiningu og ítarlega taktíska greiningu í starfi sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United

Vonast til að úrslitaleikur HM fari fram á nýjum heimavelli United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Í gær

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Í gær

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi

Slæmar fréttir af Ödegaard frá Noregi