fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

433
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 09:30

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn kamerúski landsliðsmaður Nicolas Moumi Ngamaleu hefur lent í miklum vandræðum eftir að kærasta hans gómaði hann með annarri konu í Moskvu.

Ngamaleu, 31 ára, leikur með Dynamo Moskvu og hefur verið í langtímasambandi með rússnesku áhrifavaldinum Nikki Seey. Samkvæmt fjölmiðlum í Kamerún mætti Seey heim til þeirra á sunnudag eftir að hafa fengið ábendingu um að leikmaðurinn hefði boðið annarri konu heim.

Þegar hún reyndi að komast inn sagðist Ngamaleu vera með frænda“í heimsókn og neitaði henni um aðgang. Seey kallaði þá á lögreglu, sem braut sér leið inn í íbúðina.

Atvikið var tekið upp á myndband, þar sem Ngamaleu sést klæddur í stuttbuxur kamerúska landsliðsins á meðan konan reyndi að hylja andlit sitt.

Skilaboð á milli hans og viðhaldsins hafa svo lekið út.

Afríski íþróttafréttamaðurinn Micky Jnr greinir einnig frá því að Seey hafi pakkað saman og yfirgefið íbúðina. Yfirvöld rannsaka málið og hefur Ngamaleu verið beðinn um að fara úr húsinu.

Ngamaleu hefur leikið með Dynamo frá 2022 og skorað 14 mörk í 78 leikjum. Hann hefur einnig spilað 63 landsleiki fyrir Kamerún. Hann er í hópi Kamerún fyrir úrslitaleik um sæti á HM gegn DR Kongó 13. nóvember, en óljóst er hvort málið hafi áhrif á frammistöðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi

Brendan Rodgers gæti verið að landa stóru starfi á Englandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz

Kennir leikmönnum Liverpool um erfiða byrjun Florian Wirtz
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Íslenskt teymi í Belfast

Íslenskt teymi í Belfast