fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 10:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi leikmaður Manchester United, Axel Tuanzebe, hefur höfðað mál gegn félaginu og krefst þesss að fá meira en 160 milljónir króna í bætur vegna meintrar vanrækslu í læknisráðgjöf sem hann fékk hjá félaginu.

Tuanzebe, sem er uppalinn hjá United og lék sinn fyrsta leik með aðalliðinu árið 2017, glímdi við endurtekin meiðsli á sínum tíma á Old Trafford.

Samkvæmt gögnum sem Sky News hefur undir höndum, telur varnarmaðurinn að hann geti nú ekki spilað án takmarkana eða hindrana vegna mistaka í meðferð sem hann telur að hafi átt sér stað.

Meginatriði málsins snýst um streitubrotsmeiðsli í mjóbaki sem hann fékk í janúar 2020 og á að hafa valdið honum miklum verkjum. Hann meiddist síðan aftur á hinni hliðinni tveimur árum síðar, í júlí 2022.

Í málsókninni segir að Manchester United hafi ekki veitt honum nægan tíma til að jafna sig né vísað honum til sérfræðings í hryggmeiðslum. Að hans mati hefði rétt meðferð getað komið í veg fyrir verkina og leyft honum að spila án vandræða.

Tuanzebe, sem nú leikur með Burnley, heldur því fram að þetta hafi haft veruleg áhrif á feril hans og tekjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna

Steven Gerrard á blaði fyrir áhugavert starf sem var að losna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn

Draga sig úr enska landsliðshópnum – Leikmenn Chelsea og Manchester City koma inn