

Tímabilið 2025–26 í enskku úrvalsdeildinni hefur sannarlega orðið tímabil fasta leikatriðisins. Nær 19 prósent allra marka, eða 45 af fyrstu 241 mörkum tímabilsins, hafa komið beint úr hornspyrnum, hæsta hlutfall í sögu deildarinnar.
Alls hafa 35,3 prósent marka (85 talsins) komið úr föstum leikatriðum, þar með talið vítaspyrnum.
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sagði í vikunni að útileikir í dag væru eins og að mæta Stoke City undir stjórn Tony Pulis, þar sem lið leggja sífellt meiri áherslu á föst leikatriði. Það merkilega er þó að City eru eina liðið í deildinni sem hefur skorað öll sín mörk úr opnum leik.
En hvað ef þessi föstu leikatriði væru tekin úr jöfnunni? Samkvæmt tölfræði frá Opta myndi það umbylta toppbaráttunni í deildinni. Arsenal, sem nú situr á toppnum með fjögurra stiga forskot, myndi þá missa sjö stig og falla niður í fimmta sæti.
Manchester United væri í vondum málum og fleira til.
