fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Real Madrid höfðar mál gegn UEFA – Vilja skaðabætur vegna Ofurdeildarinnar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. október 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid hefur tilkynnt að félagið muni höfða mál á hendur UEFA vegna afleiðinga misheppnuðu tilraunarinnar til að stofna Evrópsku ofurdeildina (Super League).

Árið 2021 olli hugmyndin miklu fjaðrafoki í fótboltaheiminum þegar Real Madrid, ásamt 11 öðrum stórliðum Evrópu, kynntu áform sín um að stofna nýja deild utan vébanda UEFA og FIFA.

Mikil mótmæli brutust út, sérstaklega í Englandi, þar sem stuðningsmenn mótmæltu harðlega og liðin drógu sig til baka, nema Real Madrid, Barcelona og Juventus.

Real Madrid hefur þó aldrei gefið upp á bátinn drauminn um slíka keppni og árið 2023 lögðu skipuleggjendur fram nýjar tillögur að 64 liða móti. Sama ár úrskurðaði Evrópudómstóllinn að bann UEFA við stofnun slíkrar keppni bryti gegn lögum Evrópusambandsins.

Nú hefur héraðsdómstóll í Madrid, Audiencia Provincial, hafnað áfrýjunum frá UEFA og öðrum stjórnum fótboltans. Þar með staðfesti dómurinn fyrri niðurstöðu um að UEFA hafi misnotað stöðu sína.

Samkvæmt yfirlýsingu Real Madrid hyggst félagið nú krefjast skaðabóta vegna málsins. Florentino Pérez forseti félagsins hefur lengi verið helsti málsvari Super League-hugmyndarinnar og segir markmiðið vera að vernda frelsi fótboltans í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í gær

Arsenal skrifaði söguna í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gerrard tekur að sér starf

Gerrard tekur að sér starf
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu
433Sport
Í gær

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur