KA mætir PAOK í dag í 2. umferð Unglingadeildar UEFA, en liðið gerði frábærlega með að vinna Jelgava frá Lettlandi í fyrstu umferð.
Um er að ræða fyrri leik liðanna. Hefst hann kl. 14:00 og fer fram á Greifavellinum. Hægt er að fylgjast með textalýsingu frá leiknum á vef UEFA.
Liðin mætast svo í seinni leik viðureignarinnar miðvikudaginn 5. nóvember í Þessalóníku í Grikklandi.