fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
433Sport

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 17. október 2025 18:30

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska liðið Brann greindi frá því í gær að íslenski landsliðsmaðurinn Sævar Atli Magnússon yrði frá út áirð og þar með leiktíðina vegna hnémeiðsla. Sævar hefur verið frábær fyrir Brann frá því hann kom þangað frá Lyngby í sumar og Freyr Alexandersson þjálfari liðsins segir þetta mikið áfall.

„Þetta er mikið högg fyrir okkur sem lið og hann sem einstakling. Sævar er að spila sinn besta fótbolta. Ég leyfi mér að segja það þar sem ég hef verið í kringum hans feril ansi mikið. Hann hefur verið hreint út sagt stórkostlegur. Hann hefur verið rosalega góður í að setja okkar pressu í gang og svo skorað tíu mörk,“ segir Freyr í Íþróttavikunni á 433.is, en hann fékk Sævar einnig til Lyngby á sínum tíma.

„Svona er þetta bara. Hann er það sterkur andlega og svo er svo gott teymi í kringum hann að hann kemur bara ferskur til baka í janúar,“ bætir Freyr við.

Sævar fór meiddur af velli í leik Íslands við Frakkland á dögunum. Gerðist það undir lok fyrri hálfleiks, en leiknum lauk auðvitað með jafntefli. Freyr viðurkennir að þá hafi farið um hann.

„Já, þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að. Sævar setur liðið alltaf í fyrsta sæti og það hefði hjálpað liðinu ef hann hefði getað haltrað í gegnum þrjár mínútur fram að hálfleik til að spara skiptinguna. En þegar hann gat ekki gert það vissi ég að það væri eitthvað alvarlegt að. Ég óttaðist að þetta væri krossband en það var allavega ekki það og hann er frá í nokkra mánuði. En þetta er alls ekki gott.“

Sævar Atli Magnússon, Mynd DV/KSJ

Freyr og Sævar hafa sem fyrr segir unnið mikið saman áður og er hann stoltur af kappanum vegna gengisins undanfarið.

„Það er þannig þegar leikmenn tengjast þjálfaranum að þá er mikil pressa bæði á honum og þjálfaranum. Bæði ég og aðstoðarþjálfarinn minn vissum að hann gæti virkilega blómstrað hjá okkur. Ég er mjög stoltur af honum og hvernig þetta hefur gengið.“

Ítarlegt viðtal við Frey er í spilaranum og hefst það þegar þátturinn er um það bil hálfnaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag

Leikir færðir til og skjöldurinn fer á loft á laugardag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti

Valur fékk leyfi frá HK til að ræða við Hermann – Þeir sem ráða í Kórnum farnir að skoða aðra kosti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“

Hlustaðu á viðtal við Ólaf Inga: Segist taka við góðu búi af Halldóri – „Það er enginn að koma og kollvarpa því sem hefur gengið vel“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn

Valur var í samtali Ólaf Inga áður en hann fór í Kópavoginn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim

Vekja athygli á góðri tölfræði Amorim
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu

Örlög KR og Vestra ráðast í talsverðu frosti og snjókomu