Fyrrverandi knattspyrnustjóri Sheffield Wednesday, Danny Rohl, hefur hafnað því að verða næsti knattspyrnustjóri Rangers.
Þjóðverjinn, sem hélt Wednesday uppi í vor en hætti svo vegna vandræða á bak við tjöldin, var með efstu mönnum á blaði Rangers en hefur tilkynnt félaginu að hann hafi ekki áhuga.
Hann er þar með annar stjórinn á fimm dögum sem hafnar starfinu, en Steven Gerrard ákvað að stökkva ekki á tækifærið til að snúa aftur til Glasgow.
Fyrrverandi leikmaður Rangers, Kevin Muscat, er enn mögulegur kandídat. Hann stýrir Shanghai Port í Kína og verður ekki laus fyrr en seint í nóvember.
Steven Smith, þjálfari U19-liðsins, mun stýra Rangers gegn Dundee United á laugardag.