Knattspyrnugoðsögnin Rafa Benitez er hvergi nærri hættur þjálfun að eigin sögn.
Þessi fyrrum stjóri Liverpool, Chelsea, Newcastle, Everton, Real Madrid og fjölda annarra, hefur verið án starfs frá því á þarsíðustu leiktíð, er hann var rekinn frá Celta Vigo.
„Það getur verið mjög gott að vera kallaður goðsögn en þetta er flókið. Þá er eins og ég er hættur, sem ég er ekki,“ segir Benitez.
„Fólk spyr mig reglulega hvort ég vilji þjálfa áfram og svarið er já, sérstaklega á Englandi og í Evrópu. Ég vil ekki að fólk haldi að ég sé hættur því ég er enn að þróast sem stjóri.“